7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 09:03


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:03
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:03
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:03
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:03

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 6. fundar var samþykkt.

2) Kynning á skýrslu um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar mætti Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur og kynnti skýrslu sína um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega á Íslandi 2008-2030 og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 101. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:30
Tillaga um að Hjálmar Bogi Hafliðason taki við af Þórarni Inga Péturssyni sem framsögumaður málsins var samþykkt.

Á fund nefndarinnar mætti frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Skúli Þór Gunnsteinsson sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 159. mál - meðferð einkamála Kl. 09:50
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

5) Önnur mál Kl. 09:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:53